Hugtakið fjárfestingarráðgjöf er skilgreint sem persónulegar ráðleggingar til viðskiptavinar í tengslum við fjármálagerninga, hvort sem er að frumkvæði viðskiptavinarins eða þess sem þjónustuna veitir í lögum um verðbréfaviðskipti.
Summa Rekstrarfélag hf. veitir ýmsa fjárfestingarráðgjöf, meðal annars hvað varðar:
- Sérhæfðar fjárfestingar
- Fjárfestingar á hlutabréfamarkaði, skuldabréfamarkaði eða í öðrum eignaflokkum
- Einstaka fjárfestingarkosti sem standa viðskiptavinum til boða
- Áhrif ýmissa áhættuþátta á fýsileika fjárfestingarkosta
Starfsmenn Summu Rekstrarfélags hf. hafa mikla reynslu af ráðgjöf, t.d. hvað varðar skráðar og óskráðar eignir, hagkvæma uppsetningu fjármögnunar, áhættustýringu og tengsl við skuldbindingar viðskiptavinar. Þá hafa starfsmenn sinnt ýmsum verkefnum og metið fjárfestingarkosti tengdum orkumálum.