Efni á vef

Upplýsingar sem birtar eru á vef Summu Rekstrarfélags hf. byggja á heimildum sem félagið telur áreiðanlegar en félagið getur þó ekki ábyrgst að þær séu allar réttar. Þá kunna upplýsingar og skoðanir að breytast án fyrirvara enda byggðar á upplýsingum sem kunna að taka breytingum eða reynast rangar. Þá getur félagið ekki ábyrgst að þær upplýsingaveitur sem leitað er til miðli réttum upplýsingum. Sama gildir um aðrar vefsíður eða upplýsingar sem vísað er til á vefsíðunni.

Þótt upplýsingarnar kunni að vera unnar af starfsfólki félagsins þá skulu þær ekki undir neinum kringumstæðum túlkaðar sem ráðleggingar um viðskipti. Þá geta slíkar skoðanir eða túlkanir breyst án fyrirvara sem og þær upplýsingar sem þær byggja á án þess að efni sé uppfært á vefsíðunni. Einnig er alls óvíst að spár eða áætlanir um þróun verðs á markaði rætist og eins geta þær forsendur sem slíkar spár eða áætlanir byggja á tekið breytingum.

Hugsanlegir fjárfestar eru hvattir til þess að leita til starfsmanna hvað varðar upplýsingar um sjóði, eignastýringu eða fjárfestingarráðgjöf. Hins vegar eru viðskiptavinir jafnframt hvattir til að leita til eigin ráðgjafa hvað varðar laga- eða skattalegrar stöðu sína áður en ákvarðanir um fjárfestingar eru teknar enda veitir Summa Rekstrarfélag hf. ekki ráðgjöf á því sviði. Summa Rekstrarfélag hf., stjórn félagsins og starfsmenn bera ekki ábyrgð á neinu tjóni, beinu né óbeinu, sem viðskiptavinur telur að hafi hlotist af upplýsingum sem finna má á vefsíðu Summu Rekstrarfélags hf. Þá bera Summa Rekstrarfélag hf., stjórn og starfsmenn ekki ábyrgð á neinni þeirri atburðarás sem kann að hljótast af því að vefurinn sé ekki aðgengilegur um lengri eða skemmri tíma eða því ef unnin verða skemmdarverk á vefnum sem hafa áhrif á aðgengi eða efni hans.

Summa Rekstrarfélag hf. á höfundarrétt á því efni sem birt er á vefsíðunni nema annað sé tekið fram eða að leiða megi af eðli máls. Samband skal haft við framkvæmdastjóra félagsins og leyfis leitað áður en efni af vefnum er endurbirt.

Tölvupóstur

Viðhorf sem koma fram í tölvupósti starfsmanna Summu Rekstrarfélags hf. og viðhengjum eru á ábyrgð sendanda og ekki er víst að þau endurspegli afstöðu félagsins sjálfs né komi starfseminni við að nokkru leyti.

Þá kunna tölvupóstur og viðhengi við hann sem send eru úr netföngum Summu Rekstrarfélags hf. að innihalda trúnaðarupplýsingar. Slíkar upplýsingar eru eingöngu ætlaðar þeim sem tölvupósturinn er stílaður á. Berist slíkur póstur til annars viðtakanda fyrir mistök er viðtakandi  vinsamlegast beðinn um að tilkynna það upprunalegum sendanda, eyða póstinum og viðhengjum og halda trúnað um efni pósts og viðhengja líkt og skylt er skv. ákvæðum póst- og fjarskiptalaga. Sama gildir hafi hagir viðtakanda breyst með þeim hætti að ljóst sé að tölvupósturinn tengist stöðu eða hlutverki sem hann gegnir ekki lengur. Vakin er athygli á því að óheimil meðferð tölvupósts og þeirra viðhengja sem fylgja honum getur varðað skaðabóta- og refsiábyrgð skv. lögum.

Hljóðritun símtala

Símtöl við Summu Rekstrarfélag hf. kunna að vera hljóðrítuð án sérstakrar tilkynningar líkt og heimilt er skv. ákvæðum laga um fjarskipti. Um meðferð slíkra afrita gilda sömu reglur og önnur trúnaðargögn sem Summa Rekstrarfélag hf. aflar í starfsemi sinni. Sérstaklega skal þó áréttað að ekki er hlustað á hljóðupptökur nema rík ástæða sé til og þá einkum til að leiðrétta misskilning og tryggja öryggi viðskiptavina félagsins, s.s. til þess að sannreyna fyrirmæli og forsendur viðskipta. Þá kunna afrit af samtölum að vera lögð fram sem gögn rísi ágreiningur milli viðskiptavinar og Summu Rekstrarfélags hf.