Um fagfjárfestasjóði

Fagfjárfestasjóður er sjóður um sameiginlega fjárfestingu sem eingöngu stendur fagfjárfestum til boða.  Rekstrarfélag ber ekki ábyrgð á skuldbindingum einstakra fagfjárfestasjóða og standa einvörðungu eignir hvers sjóðs til fullnustu skuldbindingum hvers þeirra.

Óheimilt er að markaðssetja eða koma fagfjárfestasjóði á framfæri við almenning. Fagfjárfestasjóður skal tryggja að viðskiptavinir sínir uppfylli skilyrði fyrir því að farið sé með þá sem fagfjárfesta, sbr. ákvæði laga um verðbréfasjóði. Setja skal fagfjárfestasjóði reglur og fjárfestingarstefnu sem skulu ávallt vera fjárfestum aðgengilegar. Fagfjárfestasjóður skuldbindur sig til að fylgja eftir þeirri fjárfestingarstefnu sem hann setur sér.

Fagfjárfestasjóður skal veita upplýsingar um eignasafn sjóðsins í ársreikningi og hálfsársuppgjöri sem skal ávallt vera aðgengilegt fjárfestum.