Heiti sjóðsins er Summa millilöng ríkisskuldabréf, kt. 590214-9490. Sjóðurinn starfar í einni sjóðsdeild og hefur aðskilinn fjárhag innan rekstrarfélagsins og lýtur fyrirfram ákveðinni fjárfestingarstefnu. Hugsanlegum fjárfestum er ráðlagt að kynna sér lykilupplýsingar og annað ítarefni til að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvort rétt sé að fjárfesta í sjóðnum.

  • Lykilupplýsingar fjárfesta um sjóðinn má nálgast hér.
  • Útboðslýsingu sjóðsins má nálgast hér.
  • Uppgjör sjóðsins má nálgast hér.

Fjárfestingarmarkmið og stefna sjóðsins

Sjóðurinn fjárfestir einungis í ríkistryggðum skuldabréfum og víxlum ásamt innlánum. Er þar átt við íbúðabréf, húsbréf, húsnæðisbréf og öll önnur skuldabréf gefin út af Íbúðalánasjóði með ábyrgð ríkisins, sem og önnur skuldabréf, verðtryggð og óverðtryggð, ásamt víxlum sem gefin eru út af ríkissjóði eða eru með ábyrgð íslenska ríkisins. Þessu til viðbótar er sjóðnum heimilt að fjárfesta í skuldabréfum og víxlum sem útgefin eru af ríkissjóði Íslands eða öðrum stofnunum með ábyrgð íslenska ríkisins skv. lögum nr. 121/1997 ásamt síðari breytingum. Sjóðnum er jafnframt heimilt að fjárfesta allt að 30% af eignum sínum í innlánum. Langtímamarkmið sjóðsins er að veita trygga og örugga ávöxtun. Ávöxtun sjóðsins er líkleg til þess að sveiflast í takt við sveiflur ríkistryggðra verðbréfa. Meðaltími skulda- og víxileigna sjóðsins skal vera á bilinu 3 -9 ár. Gengi sjóðsins er þannig næmt fyrir breytingum á ávöxtunarkröfu og getur lækkað.

Summa Millilöng Ríkisskuldabréf ávaxtar fé með kaupum á:

  • Ríkistryggðum innlendum skuldabréfum og víxlum: 70% – 100%
  • Innlánum 0% – 30%

Þar sem sjóðurinn er uppsöfnunarsjóður er tekjum sem koma inn á verðbréf í eigu hans ráðstafað til fjárfestinga.

Á grundvelli 38. greinar laga nr. 128/2011 hefur Fjármálaeftirlitið heimilað sjóðnum að fjárfesta allt að 100% eigna sinna í skuldabréfum útgefnum af ríkissjóði Íslands eða með ábyrgð íslenska ríkisins, enda talið að það samrýmist hagsmunum eigenda hlutdeildarskírteina.

Til að eiga viðskipti með Summu millilöng ríkisskuldabréf hafið samband við VÍB.

Gengi sjóðsins má sjá hér fyrir neðan.