Stjórn

Birgir Örn ArnarsonFormaður stjórnar
Birgir Örn Arnarson er fæddur 1971. Hann hefur setið í stjórn félagsins frá 2018. Hann starfaði í áhættustýringu Kaupþings frá 1999 til 2008. Birgir var framkvæmdastjóri áhættustýringar Nýja Kaupþings frá október 2008 til mars 2009. Hann var einn stofnenda ráðgjafafyrirtækins Summu ehf. og starfaði þar til ársins 2011 auk þess sem hann var með lektorsstöðu í fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík.

Birgir starfaði sem Head of Market Risk Analytics á fjárfestingasviði Zurich Insurance Group í Zurich árin 2011-2014. Birgir hefur starfað við áhættustýringu hjá PayPal frá 2014 og sem Chief Risk Officer í PayPal EU frá 2017. Birgir var stjórnarmaður í Rekstrarfélagi Byrs frá 2010 til 2011, Okkar líftryggingum frá 2008 til 2009, og Rekstrarfélagi Kaupþings/Stefni til 2009. Birgir er með doktorspróf í fræðilegri aflfræði frá Cornell University. Birgir er óháður stjórnarmaður og var kjörinn í stjórn Summu 4. apríl 2018. Birgir situr ekki í stjórnum annarra félaga.

Tryggvi Björn DavíðssonVaraformaður stjórnar
Tryggvi Björn Davíðsson, fæddur 1973, er með BSc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands 1998 og MSc. í fjármálafræðum frá Université des Sciences Sociales, Frakklandi (1999) og MBA gráðu frá INSEAD (2003). Hann hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum í Bretlandi og á Íslandi. Tryggvi starfaði samfleytt í 17 ár í fjármálageiranum, þar af í 7 ár hjá Barclays Capital í London og síðast sem framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka til ársins 2017. Tryggvi er annar stofnanda Indo, sem vinnur að nýsköpun í fjármálageiranum. Tryggvi er óháður stjórnarmaður og var kjörinn í stjórn Summu þann 4. apríl 2018. Tryggvi situr einnig í stjórnum félaganna Indo services ehf. og Völlum Capital ehf.
Þórunn Helga ÞórðardóttirMeðstjórnandi
Þórunn Helga Þórðardóttir fædd 1984 útskrifaðist með meistaragráðu frá lagadeild Háskólans í Reykjavík í janúar 2010 og hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi 2012. Þórunn útskrifaðist auk þess með LL.M-gráðu frá lagadeild Columbia University vorið 2013. Þórunn hefur starfað á lögfræðisviði Kaupþings ehf. frá 2009. Þórunn er óháður stjórnarmaður og var kjörin í stjórn Summu 7. mars 2016. Þórunn er varamaður í stjórnum félaganna Cresco ehf. og Seabreeze Holdings ehf. og situr í stjórn námssjóðs Lögmannafélags Íslands.