Þjónusta

Summa hyggst skapa sér sérstöðu á markaði með ýmsum hætti en rauði þráðurinn í gegnum þá aðgreiningu eru virðisaukandi, hugkvæmar, agaðar og traustar lausnir til handa viðskiptavinum félagsins.

Sérstaðan tvinnast saman við þær vörur sem félagið býður upp á en sérstök áhersla er lögð á eftirfarandi þætti:

  • Sérhæfð fjárfestingartækifæri
  • Ýmsar sértækar og tæknilega flóknar lausnir
  • Vandaða greiningu og markviss vinnubrögð
  • Ýmsa virðisaukandi þjónustu

Þá leggur Summa mikla áherslu á áhættustýringu; fyrir félagið sjálft, fyrir eignasöfn sem það stýrir svo og fyrir viðskiptavini sína.

Fjárfestingarráðgjöf

Hugtakið fjárfestingarráðgjöf er skilgreint sem persónulegar ráðleggingar til viðskiptavinar í tengslum við fjármálagerninga, hvort sem er að frumkvæði viðskiptavinarins eða þess sem þjónustuna veitir í lögum um verðbréfaviðskipti.

Summa Rekstrarfélag hf. veitir ýmsa fjárfestingarráðgjöf, meðal annars hvað varðar:

  • Sérhæfðar fjárfestingar
  • Fjárfestingar á hlutabréfamarkaði, skuldabréfamarkaði eða í öðrum eignaflokkum
  • Einstaka fjárfestingarkosti sem standa viðskiptavinum til boða
  • Áhrif ýmissa áhættuþátta á fýsileika fjárfestingarkosta

Starfsmenn Summu Rekstrarfélags hf. hafa mikla reynslu af ráðgjöf, t.d. hvað varðar skráðar og óskráðar eignir, hagkvæma uppsetningu fjármögnunar, áhættustýringu og tengsl við skuldbindingar viðskiptavinar. Þá hafa starfsmenn sinnt ýmsum verkefnum og metið fjárfestingarkosti tengdum orkumálum.