Skyldur Summu Rekstrarfélags hf.

Margvíslegar skyldur hvíla á Summu Rekstrarfélagi hf. í samskiptum sínum við viðskiptavini sína. Þessar skyldur snúa meðal annar að aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og fjárfestavernd en hér til vinstri má finna nánari upplýsingar um þessa þætti.

Framkvæmd á reglum hvað varðar aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og flokkun fjárfesta er unnin af Summu Rekstrarfélagi hf. í samvinnu við vörsluaðila fyrirtækisins sem er Íslandsbanki hf. Starfsmenn Summu Rekstrarfélags hf. gefa nánari upplýsingar en einnig má leita almennra upplýsinga á netfanginu summa[hjá]summa.is.

 

Reglur Summu Rekstrarfélags hf.

Það er stefna Summu Rekstrarfélags hf. að hagsmunir viðskiptavina félagsins skuli ávallt hafðir að leiðarljósi og starfshættir félagsins séu í samræmi við það sem best þekkist á markaði. Þá skal starfsemi félagsins fylgja þeim lögum og reglum sem um hana gilda undantekningalaust. Til þess að slík markmið megi nást þarf að tryggja að hæfir starfsmenn ráðist til félagsins og þá þarf félagið að setja sér skýrar starfsreglur. Stjórn Summu Rekstrarfélags hf. hefur sett sér og starfsmönnum félagsins ýmsar verklagsreglur og er hluti þeirra er birtur hér til vinstri.