Reglur félagsins

Summa Rekstrarfélag hf. hefur sett sér reglur til að sporna við því að þjónusta, afurðir eða rekstur félagsins verði á nokkurn hátt nýttar til peningaþvættis eða til þess að fjármagna hryðjuverkastarfsemi. Með reglunum leitast félagið við að uppfylla allar þær kröfur sem lög, reglur og eftirlitsaðilar gera til fjármálafyrirtækja í þessu sambandi, þar með talin lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 64/2006. Veigamikill hluti af vörnum félagsins í þessu sambandi er að þekkja deili á viðskiptavinum sínum og starfsemi þeirra.

Áreiðanleikakönnun

Samkvæmt reglum Summu Rekstrarfélags hf. þurfa allir viðskiptavinir að gangast undir áreiðanleikakönnun í upphafi viðskiptasambands. Áður en henni er lokið eru viðskipti ekki möguleg og þá eftir því hver niðurstaðan er. Jafnframt skal félagið viðhafa reglubundið eftirlit með viðskiptum viðskiptavina á meðan viðskiptasambandið varir og skulu upplýsingar um viðskiptamenn uppfærðar og frekari upplýsinga aflað eftir því sem ástæða er til. Þá skulu gögn vegna áreiðanleikakönnunar vera geymd tryggilega og í a.m.k. 5 ár eftir að viðskiptasambandi lýkur eða viðskipti eiga sér stað. Bæklingur Samtaka fjármálafyrirtækja geymir ýmsar upplýsingar hvað varðar áreiðanleikakönnunina.

Tilkynningaskylda

Summu Rekstrarfélagi hf. er skylt að tilkynna þar til bærum yfirvöldum, t.d. Ríkislögreglustjóra, verði félagið þess áskynja að viðskipti tengist peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka.

Framkvæmd

Framkvæmd áreiðanleikakönnunar er unnin af starfsmönnum félagsins og undir eftirliti innri endurskoðanda félagsins. Starfsmenn félagsins gefa nánari upplýsingar um framkvæmd áreiðanleikakönnunar en einnig er hægt að leita upplýsinga hjá summa[hjá]summa.is.