
Summa rekstrarfélag hf. (Summa) hefur starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða sbr 1. og 2. mgr. 9. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Summa hefur einnig viðbótarstarfsleyfi til eignastýringar og fjárfestingarráðgjafar skv. 1. og 2. tölul. 3. mgr. 9. gr. sömu laga.
Hvað þá þjónustu sem Summa rekstrarfélag hf. veitir varðar, þá hefur Summa rekstrarfélag hf. unnið að því að skapa sér sérstöðu á markaði með ýmsum hætti en rauði þráðurinn í gegnum þá aðgreiningu eru virðisaukandi, hugkvæmar, agaðar og traustar lausnir til handa viðskiptavinum félagsins. Sérstaðan tvinnast saman við þær vörur sem félagið hyggst bjóða upp á en sérstök áhersla er lögð á eftirfarandi þætti:
- Sérhæfð fjárfestingartækifæri.
- Ýmsar sértækar og á stundum tæknilega flóknar lausnir.
- Vandaða greiningu og markviss vinnubrögð.
- Ýmsa virðisaukandi þjónustu.
Þá leggur Summa rekstrarfélag hf. mikla áherslu á áhættustýringu; fyrir félagið sjálft, fyrir eignasöfn sem það stýrir svo og fyrir viðskiptavini sína.