Summa Rekstrarfélag hf. er fjármálafyrirtæki og starfar skv. lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Starfsleyfi Summu Rekstrarfélags hf., sem veitt er af Fjármálaeftirlitinu, tekur til reksturs verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu skv. 7. tölul. 1. mgr. 3. gr. og til eignastýringar, fjárfestingarráðgjafar og vörslu og stjórnunar fjármálagerninga í sameiginlegri fjárfestingu skv. 1.-3. tölul. 27. gr. laga nr 161/2002. Félagið hefur einnig starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða sbr. lög nr. 45/2020 og er heimilt að reka sérhæfða sjóði sbr. 1. og 2. mgr. 9. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.