Sjóðir

Summa rekur tvo sjóði sem fjárfesta í innviðum á Íslandi. Innviðasjóðirnir eru nær eingöngu fjármagnaður af íslenskum lífeyrissjóðum.

Innviðir fjárfestingar slhf

Fyrsti innviðasjóður Summu, Innviðir fjárfestingar slhf., var stofnaður 2015. Stærstu eignir sjóðsins eru í HS Veitum, sem sinnir hitaveitu og dreifingu á köldu vatni og rafmagni og í Verðbréfamiðstöð Íslands hf. Fjárfestingatímabili sjóðsins lauk um mitt ár 2021 en sjóðurinn getur áfram stutt við núverandi fjárfestingar.

Innviðir fjárfestingar II slhf.

Seinni sjóðurinn, Innviðir fjárfestingar II slhf., var stofnaður í febrúar 2022. Sjóðurinn er um 11 milljarðar, er ætlað fjárfesta í hlutafé. Fjárfestingageta sjóðsins er umtalsvert meiri gegnum meðfjárfestingar. Fyrsta fjárfesting sjóðsins var í Mílu með þremur íslenskum lífeyrissjóðum samhliða frönskum innviðasjóði sem er stýrt af sjóðafyrirtækinu Ardian.

Summa sér einnig um fjárfestingu lífeyrissjóða í kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík í gegnum félagið Bakkastakk slhf. og í sólarkísiltækni í gegnum sjóðinn Sunnuvelli slhf.