Starfsfólk
Sigurgeir Tryggvason
Framkvæmdastjóri
Sigurgeir framkvæmdastjóri Summu rekstrarfélags hf. býr yfir rúmlega tveggja áratuga reynslu í orkutengdum verkefnum, fasteignaverkefnum, sérhæfðum fjárfestingum og fjármögnun fyrirtækja. Til dæmis var hann forstöðumaður fasteigna- og verkefna-fjármögnunar hjá Kaupþingi og vann einnig við fyrirtækjaráðgjöf og lánagreiningu. Þá var hann yfirmaður verkefnafjármögnunar hjá Norðuáli um árabil. Til viðbótar við rafmagnsverkfræði er Sigurgeir með 4 meistaragráður; í stjórnun fjölþjóðlegra fyrirtækja, MBA, raforkuverkfræði og í lögfræði.
sigurgeir@summa.is
+354 842-1554
Haraldur Óskar Haraldsson
Forstöðumaður sjóðastýringar
Haraldur Óskar hefur yfir 20 ára reynslu á fjármálamarkaði við eignastýringu, áhættustýringu, fjárstýringu og ráðgjöf. Hann hefur starfað hjá Summu Rekstrafélagi frá 2013 og hefur jafnframt veitt fyrirtækjum og opinberum aðilum ráðgjöf á sviði fjármála og fjárfestinga frá 2009. Hann starfaði áður hjá Kaupþingi banka, sem tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu og sem lektor við verkfræðideild HR á árunum 2005 – 2013. Haraldur Óskar er með doktorspróf í orkuverkfræði frá KTH í Stokkhólmi.
oskar@summa.is
+354 842 1551
Hrafnkell Kárason
Forstöðumaður megindargreiningar
Hrafnkell varði doktorsritgerð sína í jarðeðlisfræði frá MIT 2002 en hann er einnig vélaverkfræðingur frá HÍ. Eftir nám hóf hann störf í rannsóknar- og þróunardeild áhættustýringar Kaupþings og leiddi þá deild frá 2005. Árið 2006 varð hann yfirmaður áhættustýringar samstæðu og jafnframt yfirmaður útlánaáhættu frá 2008. Frá 2009 og þar til hann réðst til Summu starfaði hann sjálfstætt, einkum við ráðgjöf tengda áhættustýringu, virðisreikningum, gagnavinnslu og líkangerð.
hrafnkell@summa.is
+354 842 1555
Ómar Tryggvason
Forstöðumaður sértækra fjárfestinga
Að loknu prófi í fjármálafræðum frá Univ. of South Carolina 1995 hóf Ómar störf á peningamálasviði Seðlabanka Íslands. Árið 1997 færði hann sig um set og var forstöðumaður eigin viðskipta og fjárstýringar hjá Íslandsbanka til 2001. Hann starfaði í 8 ár í Eignastýringu Kaupþings – fyrst sem sjóðstjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins og annarra lífeyrisafurða en 2003 varð hann forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga. Frá 2009 og þar til hann réðst til Summu sinnti hann ýmissi ráðgjöf og leiddi fjárfestingar fyrir hönd lífeyrissjóða.
omar@summa.is
+354 842 1553