Stjórn Summu

Þórunn Helga Þórðardóttir

Þórunn Helga Þórðardóttir útskrifaðist með meistaragráðu frá lagadeild Háskólans í Reykjavík í janúar 2010 og hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi 2012. Þórunn útskrifaðist auk þess með LL.M-gráðu frá lagadeild Columbia University vorið 2013. Þórunn er óháður stjórnarmaður og var kjörin í stjórn Summu 2016.

 

Bjarni Karl Guðlaugsson

Bjarni Karl Guðlaugsson útskrifaðist úr University of South Carolina með gráðu í fjármálum og endurskoðun 1996 og starfaði hjá KPMG í New York við endurskoðun og ráðgjöf. Hann hóf störf hjá Búnaðarbankanum árið 2000 og starfaði síðar hjá Kaupþingi og Stefni einkum við rekstur erlendra fjárfestingasjóða. Frá 2017 hefur Bjarni Karl sinnt ýmsum ráðgjafaverkefnum og einnig unnið sem leiðsögumaður. Bjarni Karl var kjörinn í stjórn Summu í maí 2020.

 

Júlíus Jón Jónsson

Júlí­us Jón Jónsson lét af störfum eftir 40 ára starf hjá HS Veitum og forverum þess 2022. Júlíus er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og réðist sem fjármálastjóri til Hitaveitu Suðurnesja 1982 og var orðinn forstjóri þess félags 10 árum síðar. Hita­veitu Suður­nesja var skipt upp í tvö fé­lög, HS Orku og HS Veit­ur, árið 2008 og gegndi Júlí­us Jón for­stjóra­starfi beggja fé­laga til loka árs 2013. Hann var síðan for­stjóri HS Veitna frá árs­byrj­un 2014 þar til hann lét af störfum. Júlíus var kjörinn í stjórn Summu í maí 2022.